11.9.2012 | 20:41
Fræðslufundur á laugardaginn!
Við ætlum loksins að endurtaka leikinn frá því fyrir þremur árum og halda opinn og flottan fræðslufund í Kiwanis enda hefur talsvert bæst í félagið okkar síðan 2009 þegar síðasti fundur var haldinn. Við fáum til okkar þær Laufey og Sigurrós frá Greiningarstöðinni og með þeim kemur Hreiðar sem ætlar að vera svo frábær að spjalla við okkur og svara fyrirspurnum okkar sem fullorðinn einstaklingur með einhverfugreiningu. Einnig kemur Bjarni frá Spesialisterne en þeir sérhæfa sig í atvinnuþjónustu einstaklinga með einhverfurófsraskanir. Þá ætlar hún Thelma okkar Gunnarsdóttir sálfræðingur aðeins að kynna "Hvað get ég gert" bækurnar sem hún hefur þýtt ásamt Árnýju Ingvarsdóttur sálfræðingi.
Þessi fræðslufundur er ætlaður bæði almenningi og fagfólki, aðstandendum, skólafólki á öllum skólastigum, heilbrigðisstarfsfólki, starfsfólki félagsþjónustu og öðrum þeim sem koma að þjónustu við einhverfa, þekkja einhverfa eða vilja einfaldlega fræðast um einhverfu.
Nánari dagskrá verður birt hér mjög fljótlega en við áætlun að byrja um kl. 11.15 (húsið opnar kl. 11) og vera eitthvað fram eftir laugardeginum. Það er sjálfsagt mál að velja það bitastæðasta úr dagskránni og koma og fara eftir áhuga og þörfum.
Og það allra besta er.... það kostar ekki krónu inn :)
Þessi fræðslufundur er ætlaður bæði almenningi og fagfólki, aðstandendum, skólafólki á öllum skólastigum, heilbrigðisstarfsfólki, starfsfólki félagsþjónustu og öðrum þeim sem koma að þjónustu við einhverfa, þekkja einhverfa eða vilja einfaldlega fræðast um einhverfu.
Nánari dagskrá verður birt hér mjög fljótlega en við áætlun að byrja um kl. 11.15 (húsið opnar kl. 11) og vera eitthvað fram eftir laugardeginum. Það er sjálfsagt mál að velja það bitastæðasta úr dagskránni og koma og fara eftir áhuga og þörfum.
Og það allra besta er.... það kostar ekki krónu inn :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.