Við erum í fullu fjöri!

Það er orðið talsvert langt síðan skrifað var á síðuna en það þýðir ekki að einhvern bilbug sé að finna á okkur. Þvert á móti er ýmislegt spennandi í deiglunni.  Við erum að vinna að því með Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Umsjónarfélagi einhverfra að fá til Vestmannaeyja góða fræðslu fyrir okkur, fjölskyldurnar okkar og hverja þá sem hagsmuni og áhuga hafa á að kynna sér málefni einhverfra.

Við höfum ekki haldið opinn félagsfund í talsverðan tíma og er það aðallega vegna þess að það var fremur slök mæting - annarra en okkar stjórnarmanna. Hins vegar hittumst við reglubundið á spjallfundum (mánaðarlega) og viljum gjarnan fá fleiri foreldra í hópinn.  Reyndar hefur þegar eitt foreldri bæst við og ef einhver vill vera með er um að gera að senda okkur línu í tölvupósti eða hringja í eitthvert okkar (við erum í símaskránni!).

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og bless,

Ég rakst á síðuna ykkar á vef Umsjónarfélagsins í dag, gaman að sjá svona mikla framtakssemi og samstarf meðal foreldra. Mín reynsla er að það er gífurlegur stuðningur af foreldrafundum, bæði til að heyra ýmis konar fróðleik um kennsluaðferðir og hentuga nálgun, en ekki síst einfaldlega að hitta aðra í sömu sporum til að deila reynslu og hvetja hvort annað.

Ég er einn af tengiliðum í þekkingarhópnum "Minn Styrkur" (sjá vefslóð), við vinnum að því að bæta úrræði og skapa þekkingarsafn sem inniheldur umsagnir um bækur, kennsluaðferðir, þroskaleiki, kennsluhugbúnað o.s.frv.

Þekkingarsafnið verður unnið í samstarfi við þroskaþjálfanema í H.Í. og við vonumst til að koma því á netið núna í vetur. Þá munum við kalla eftir umsögnum og þekkingu aðstandenda og fagfólks á efninu. Slík þekking er dreifð í dag, en svo sannarlega til staðar, eins og sjá má hérna á blogginu ykkar!

Gangi ykkur allt í haginn,

Helgi Þór Jónsson

Helgi Þór Jónsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 10:38

2 Smámynd: Einhugur

Takk fyrir þetta Helgi. Þetta er mjög athyglisvert sem þekkingarhópurinn er að vinna að og verður gaman að sjá afurðina (þekkingarsafnið). 

Kv.

Guðrún J.

Einhugur, 1.10.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband