Tími til að vakna!

Þá er orðið tímabært að endurvekja þessa síðu sem hefur því miður legið niðri vegna almenns sinnuleysis og framtaksleysis sem nú skal bætt úr.

Einhugur hélt aðalfund sinn í gærkvöldi og voru þar teknar nokkrar flottar ákvarðanir. Ákveðið var t.d. að hafa félagsgjöldin óbreytt með þeirri lítilvægu breytingu að við ætlum raunverulega að fara að rukka þau inn :)

Spjallfundir verða mánaðarlega, annað hvort fyrsta þriðjudag eða fyrsta laugardag hvers mánaðar og verða haldnir í heimahúsum. Búið er að finna gestgjafa fram á vorið en ef einhvern sem ekki mætti á fundinn í gær langar til að halda spjallfund heima hjá sér, endilega verið í sambandi.

Eins og ávallt eru nýjir félagar velkomnir, setjið ykkur bara í samband við einhvern stjórnarmeðlim, netföngin og símarnir eiga að vera hérna í eldri færslum.

Við erum að velta fyrir okkur einhvers konar fræðslustarfsemi í vetur, e.t.v. að reyna að fá fjarfund frá Greiningarstöðinni, ýmsar aðrar hugmyndir eru líka uppi en allar hugmyndir vel þegnar.

Við erum nýbúin að afhenda Grunnskóla Vestmannaeyja CAT kassa að gjöf, þannig að nú er til CAT kassi í báðum starfsstöðvum grunnskólans.

Að lokum langar mig að minnast á litla bókasafnið okkar, við erum um þessar mundir að skrá þær bækur sem við eigum og munum birta það fjótlega hér á siðunni og á facebook síðunni okkar. Þessar bækur eru til útláns fyrir félagsmenn og fagfólk t.d. kennara.

Ekki meira í bili, minni á facebook síðuna okkar (Einhugur foreldrafélag). Við erum líka með lokaða spjallgrúppu á facebook, ef þið óskið eftir aðgangi þar sendið endilega línu á undirritaða :)

Guðrún Jóns
formaður
gudrun@vestmannaeyjar.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband