Góðar gjafir :)

Það hefur lítið farið fyrir færslum á síðuna að undanförnu en stjórnin hittist þó í síðustu viku til að ræða ýmis mál.  Þar bar hæst rausnarlegar gjafir sem okkur hafa borist að undanförnu og erum við að ræða hugmyndir um hvernig þær geta komið í sem bestar þarfir.

Fyrir það fyrsta barst félaginu peningagjöf frá einstaklingi sem hét á okkur en vill ekki láta nafn síns getið en við getum staðfest og vottað að þar er mikil gæðasál á ferð og færum viðkomandi okkar bestu þakkir fyrir hlýhuginn og rausnarlega gjöf.

Svo barst okkur höfðingleg gjöf þegar stjórn foreldrafélagsins Orku (foreldrafélag ADHD barna) færði okkur allt eigið fé félagsins sem hefur því miður verið lagt niður.  Við munum halda merki þeirra á lofti, börnin okkar eiga mörg hver við ADHD að stríða auk einhverfunnar og var þetta því vel til fundið hjá Orkufélögum.  Við færum þeim okkar allra bestu þakkir fyrir þessa frábæru gjöf.

Félagið er loksins komið með eigið reikningsnúmer og ætlum við fljótlega að fara að rukka inn félags- og styrktarfélagsgjöldin og í framhaldinu að fara að gera ýmislegt gagnlegt og skemmtilegt.  Verður það nánar auglýst síðar.

Við ítrekum að foreldrar barna á einhverfurófinu mega endilega setja sig í samband við okkur, hvort sem er til að fá upplýsingar, ganga í félagið, eða bara í smá spjall sem getur verið svo gagnlegt þegar maður er að fóta sig í frumskóginum sem fylgir því að eiga allt í einu einhverft barn.  Endilega hringið, sendið tölvupóst, nú eða bara athugasemd hér á síðuna!

 Að lokum, reikningnr. Einhugar er 1167-15-200252 og kennitalan 681108-0760.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband