Hvađ er einhverfa? - Í hnotskurn

Einhverfa er samansafn einkenna sem tengjast röskun á taugaţroska.  Einhverfa er alvarlegasta röskunin á hinu svokallađa  einhverfurófi (autism spectrum) en ađrar raskanir sem tilheyra ţessu rófi eru t.d. Asperger heilkenni og ódćmigerđ einhverfa. 

 

Einkenni einhverfu eru einkum ţríţćtt.

Í fyrsta lagi koma ţau fram í skertri getu til félagslegra samskipta, ţ.e. erfiđleikum međ tengslamyndun, samskipti og tjáningu (óyrta sem yrta).  Börn međ einhverfu eiga t.d. oft  í erfiđleikum međ hópleiki og ađ taka ţátt í leikjum međ öđrum börnum. 

Annađ einkenni er röskun á málţroska sem er mismikil eftir einkennum og sumar einhverfurófsraskanir s.s. Asperger heilkenni hafa enga röskun á málţroska í för međ sér.  Einhverf börn lćra gjarnan seinna ađ tala en önnur börn og sum ná aldrei ađ tileinka sér mál, önnur tapa oft tímabundiđ niđur fćrni sem ţau hafa náđ.  Málnotkun er oft sérstćđ, t.d. bergmálstal og óhefđbundin notkun persónufornafna.

Ţriđja einkenniđ tengist sérkennilegri áráttukenndri hegđun sem getur einnig birst í mörgum myndum, allt frá einkennilegum líkamshreyfingum s.s. ađ snúa sér sífellt í hringi eđa rugga sér fram og aftur og til óvenjulegra og yfirţyrmandi áhugamála.  Mörg einhverf börn hafa sérstakan áhuga á afmörkuđum viđfangsefnum sem eru óhefđbundin fyrir ţeirra aldur og ţegar áhugamálin tengjast aldursbundnum viđfangsefnum, s.s. bílum, kvikmyndum eđa ákveđnum tegundum leikfanga verđur áhuginn svo yfirţyrmandi ađ fátt annađ kemst ađ. Ţannig spila einkennin oft saman, ţessi áráttukenndi áhugi fyrir afmörkuđum viđfangsefnum getur hamlađ barninu í félagslegum samskiptum t.d. ţegar ekki kemst neitt annađ ađ í leikjunum en t.d. Star Wars eđa Karíus og Baktus.

 

Um 70% fólks međ einhverfu hafa einnig greindarskerđingu en hún er mismikil og 30% hafa eđlilega greind, sumir (örfáir) hafa óvenjulega háa greind.  Algengt er ađ börn međ einhverfu hafi einnig athyglisbrests/ofvirknigreiningu en einkenni hennar geta einnig veriđ mismikil. Flogaveiki er algeng međal einhverfra barna, taliđ er ađ um 20% einhverfra fái einkenni flogaveiki einhvern tíma ćvinnar.

Ađrir algengir fylgikvillar eru svefntruflanir, truflanir á matarvenjum s.s. einhćfur matarsmekkur og hegđunarerfiđleikar s.s. reiđiköst, t.d. ţegar breytingar verđa á daglegum athöfnum (rútínum). 

 

Orsakir einhverfu eru ekki ađ fullu kunnar. Grunur beinist ađallega ađ erfđaţćtti en víđa um heim, ţ.á.m. hérlendis fara nú fram umfangsmiklar erfđarannsóknir til ađ kanna erfđaţátt einhverfu.  Tvíburarannsóknir og fjölskyldurannsóknir hafa leitt í ljós sterkan erfđaţátt.

 

Sjá nánar á vefsíđum eins og t.d. www.greining.is og www.einhverfa.is

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband